Föstudaginn 8. júní fengu Öldrunarheimili Akureyrar afhent aðalverðlaun á ráðstefnu þar sem fjallað var um Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018.
Ráðstefnan er samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Á ráðstefnunni sem bar yfirskriftinni „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna voru fimm verkefni kynnt sérstaklega og fengu afhenda viðurkenningu. Aðalverðlaunin fengu Öldrunarheimili Akureyrar fyrir nýsköpunarverkefnið „Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi“ sem ÖA, Lyfjaver og Þula – norrænt hugvit, hafa unnið að á síðustu fjórum árum.
Starfsfólk Lyfjavers óskar stafsmönnum og stjórnendum ÖA innilega til hamingju með verðlaunin og þakkar fyrir frábært samstarf síðastliðin ár við innleiðingu kerfisins.