Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun

Tölvustýrð lyfjaskömmtun og rafræn myndgreining lyfjaskammta eykur öryggi lyfjagjafar

Lyfjaver hefur skammtað lyf með tölvustýrðri vélskömmtun  í meira en 20 ár, fyrir fjölda hjúkrunarheimila á Íslandi. Mikil bylting varð í lyfjamálum hjúkrunarheimila  þegar Lyfjaver hóf vélskömmtun, fyrst á Íslandi. Vélskömmtuð lyf  koma  tilbúin til inntöku, sérpökkuð fyrir hvern íbúa skv. lyfseðli. Með vélskömmtun lyfja skapast mikill vinnusparnaður  þar sem stofnanir þurfa ekki að taka til lyf fyrir hvern íbúa fyrir lyfjagjöf. Hættan á mistökum við lyfjagjöf minnkar þannig mikið.

Árið 2015 tók Lyfjaver upp rafræna myndgreiningu á öllum lyfjaskömmtum sem útbúnir eru hjá fyrirtækinu. Til þess eru notaðar sérhæfðar, rafrænar greiningarvélar. Vélarnar taka myndir af hverjum og einum lyfjaskammti sem vélarnar bera saman við myndabanka. Komi fram frávik eru þau tekin frá og skoðuð sérstaklega. Mynd af hverjum og einum lyfjaskammti (hverri inntöku) eru varðveittar í tvö ár.

eMed lyfjafyrirmæli: Bylting í ávísun lyfja til skömmtunar

Lyfjaver hefur í gegnum árin unnið að því að gera sem flesta þætti rafræna sem við koma lyfjaskömmtun og annarri umsýslu með lyf. Eitt af því mikilvægasta eru lyfjafyrirmæli einstaklinga, þ.e.a.s.  upplýsingar um hvaða lyf á að taka á hvaða tíma. Eins undarlega  og það kann að hljóma, hafa slík  gögn hingað til verið alfarið  á pappírsformi og miðlað til Lyfjavers (og allra annarra sem slíkar upplýsingar nýta) á því formi. Undanfarin ár hefur Lyfjaver í samstarfi við Þula – norrænt hugvit, unnið að því að koma á fót rafrænu fyrirmælakerfi þar sem læknar og hjúkrunarfólk geta unnið með skömmtunarfyrirmæli rafrænt. eMed lyfjafyrirmælakerfið sér um að miðla upplýsingunum rafrænt til Lyfjavers þannig að flutningur gagna frá ávísun lyfja, til Lyfjavers, á skömmtunarvélar og í myndgreiningu, verður  alfarið rafrænn sem minnkar enn frekar hættu á mistökum.

eMed lyfjafyrirmælakerfið hefur mjög öflugan klínískan stuðning til lækna og hjúkrunarfólks en það aðvarar heilbrigðisstarfsfólk ef ávísað er lyfjum sem framkallað geta milliverkanir  og með því valdið óæskilegum áhrifum, í sumum tilfellum mjög alvarlegum. Auk þess aðvarar kerfið ef ávísað er á tvö skyld lyf eða ef reynt er að ávísa lyfi þar sem skráð lyfjaofnæmi er til staðar og skráð í kerfið. Segja má að eMed lyfjafyrirmælakerfið sé ein mesta bylting í skömmtun og tiltekt lyfja frá því að tölvustýrð lyfjaskömmtun var tekin upp og er mikið stökk fram á við í lyfjaumsýslu á hjúkrunarheimilum.

Stór hópur lyfjafræðinga og lyfjatækna hjá Lyfjaveri sinnir lyfjafræðilegu eftirliti með lyfjafyrirmælum og hefur umsjón með lyfjaskömmtun hjá fyrirtækinu. Mikil fagþekking hefur byggst upp hjá Lyfjaveri og eru sérfræðingar okkar í góðu sambandi við annað heilbrigðisstarfsfólk um lyfjaskömmtun skjólstæðinga þeirra.

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon