Lyfjafræðilegt eftirlit

Lyfjafræðilegt eftirlit

Eftirlitsdeild Lyfjavers sinnir eftirliti með lyfjamálum

Aðkoma Lyfjavers að lyfjamálum hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana felur oftast í sér að Lyfjaver ber faglega ábyrgð á lyfjamálum stofnana í þjónustu fyrirtækisins. Mikil fagleg þekking og reynsla með lyfjamálum heilbrigðisstofnana hefur byggst upp í gegnum árin og er rekin sér eftirlitsdeild innan Lyfjavers sem sinnir eftirliti og gæðamálum hjúkrunarheimila og heilbrigðisstofnana.

Verkefni deildarinnar eru m.a. reglubundnar heimsóknir á hjúkrunarheimili og aðrar heilbrigðisstofnanir en þess þarf að gæta að lyf stofnana séu ávallt geymd við réttar aðstæður og að umgengni um lyfjageymslur sé takmörkuð, að fyrnd lyf séu tekin úr notkun og að notkun eftirritunarskyldra lyfja sé rétt skráð svo einhver dæmi séu nefnd.

Lyfjaver rekur rafrænt eftirlitskerfi sem styður starfsfólk hjúkrunarheimila og eftirlitsdeild Lyfjavers við að viðhalda mjög háu gæðastigi lyfjamála á hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnun. Mjög mikilvægt er að lyfjamálum sé vel sinnt svo gæði, virkni og öryggi lyfja sé sem best.

Lyfjastofnun tekur út lyfjamál heilbrigðisstofnana með reglubundnum hætti og styður eftirlitsdeild Lyfjavers stofnanir sem fyrirtækið þjónustar í slíkum úttektum ef þörf krefur.

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon