Um okkur

Um okkur

Lyfjaver var stofnað 1998 af þeim Aðalsteini Steinþórssyni, Bessa Gíslasyni og Magnúsi Steinþórssyni. Lyfjaver er brautryðjandi tölvustýrðrar lyfjaskömmtunar (vélskömmtunar) en skömmtun hófst árið 1999.

Okkar helsta markmið er að bjóða viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu á lágu verði.

Lyfjaver opnaði apótek árið 2002 í litlu rými við Suðurlandsbraut 22. Viðtökur á markaðnum voru strax fádæma góðar og streymdu viðskiptavinir í hið nýja apótek þó það væri á lítt áberandi stað og hvergi auglýst. Þó apótekið væri lítið upplifðu viðskiptavinir góða þjónustu og lægra verð en áður hafði þekkst á markaðnum. Apótekið sprengdi því fljótt utan af sér húsnæðið. Starfsmenn Lyfjavers hafa ávallt unnið í þeim anda að auglýsa ekki mikið en láta verkin tala. Tryggð viðskiptavina við fyrirtækið segir sína sögu.

Lyfjaver opnaði síðan eitt tæknivæddasta apótek Evrópu í janúar 2008 og er þetta eina apótekið á Íslandi sem notar nýjustu vélmennatækni við lagerhald og afgreiðslu lyfja. Notkun nýjustu tækni gerir okkur kleift að halda kostnaði í lágmarki og bjóða hagstætt lyfjaverð og eru gömlu góðu gildin að veita persónulega þjónustu á lágu verði sem fyrr okkar helsta leiðarljós.

Ein starfsstöð – þjónusta um land allt

Þrátt fyrir að vera einungis staðsett á einni starfsstöð, á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þjónustar fyrirtækið einstaklinga og stofnanir um land allt. Einstaklingar hafa sótt í þjónustu Lyfjavers vegna lágs vöruverðs og hágæða þjónustu og þrátt fyrir fjarlæga búsetu fjölda viðskiptavina okkar hefur það ekki sett strik í reikninginn, enda sendir Lyfjaver lyfjaskammtanir og önnur lyf eða vörur landshorna á milli. Nú í dag hefur mikið vatn runnið til sjávar og er bæði rekin stór verslun í apóteki okkar ásamt því að heilsuvöruverslunin Heilsuver býður upp á gott úrval af fæðubótarefnum, matvöru og heilsutengdum vörum. Að auki rekur Lyfjaver heildsölu og dreifingarfyrirtæki sem styður við aðrar einingar Lyfjavers.

Heimsendingar á lyfjum – Netapótek Lyfjavers

Lyfjaver hefur til fjölda ára sent viðskiptavinum sínum lyf heim gegn lyfseðli og eru ánægðir viðskiptavinir um land allt. Það var svo 2020 sem bylting varð í þeirri þjónustu þegar Lyfjaver opnaði Netapótek Lyfjavers sem er háþróuð vefverslun með lyf og aðrar vörur þar sem viðskiptavinir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum, séð þá lyfseðla sem þeir eiga, valið lyf og samheitalyf í boði og fengið strax verðupplýsingar með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Hægt er að kaupa öll lausasölulyf hér í netversluninni ásamt miklum fjölda af almennum vörum. Greitt er svo fyrir vörurnar með öruggri greiðslu.

Apótekið er því í raun komið heim í stofu til þín.

Leiðandi í lágu lyfjaverði

Lyfjaver er leiðandi í lágu lyfjaverði og hefur óslitið síðan 2005 verið langoftast með lægsta verð í verðkönnunum ASÍ og fleiri aðila. Með öflugum samhliða innflutningi lyfja og með því að nota ávallt nýjustu og bestu tækni hefur okkur tekist að standa vörð um lágt lyfjaverð til neytenda.

Það er stefna Lyfjavers að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt upp á ódýrustu lyf á markaðnum á hverjum tíma.

Hjá Lyfjaveri starfa um 60 manns. Auk apóteksins á Suðurlandsbraut 22 rekur Lyfjaver heilsuvöruverslunina Heilsuver sem býður upp á gott úrval af fæðubótarefnum, matvöru og heilsutengdum vörum. og heildverslun sem selur lyf til aðila sem heimild hafa til að kaupa lyf í heildsölu.

Lyfjaver er sjálfstætt fyrirtæki í samkeppni við önnur apótek og heilsubúðir á markaðnum og er ekki hluti af keðju lyfjaverslana.

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon