• Homepage
  • /
  • Spurt og svarað – Netverslun

Spurt og svarað

Netapótek

Frí heimsending með Lyfjavers skutlu eða Póstinum er í boði ef pantaðir eru að minnsta kosti tveir lyfseðlar, óháð verði. Einnig ef upphæð pöntunar fer yfir 9.900 kr.

Lyfjaver kappkostar að halda álagningu á lyf og aðrar vörur í lágmarki og þarf því að hafa hóflegt lágmark fyrir fría heimsendingu.

Ef pöntun nær ekki lágmarki kostar heimsending innanlands með Lyfjavers skutlu eða Póstum 1.290 kr.

Afhending á Pósthús eða í Póstbox kostar 890 kr. ef lágmarki er ekki náð.

Kostnaður við sendingar til annarra landa fylgir verðskrá Póstsins.

Boðið er upp á heimsendingu samdægurs á höfðuborgarsvæðinu með Lyfjavers skutlunni. Panta þarf fyrir kl 13.

Afhending með Póstunum er 1-3 virkir dagar. Pósturinn sækir pantanir til Lyfjavers síðdegis alla virka daga. Ef pöntun berst fyrir kl 14 eru allar líkur á því að hún fari í vinnslu sama dag hjá Póstinum og mögulega í útkeyrslu næsta dag en það er háð áfangastað (útkeyrsla hjá Póstunum er alla daga nema sunnudaga). 

Já, en eingöngu pantanir sem innihalda ekki lyf (lyfseðilsskyld lyf og lausasölulyf)

Lyfjasendingar þarf að geyma við rétt hitastig og þar sem ekki er hægt að tryggja geymsluaðstæður í Póstboxum er ekki hægt að fá með lyfjum afhentar í þeim.

Já, í Netapóteki Lyfjavers getur þú skoðað rafræna lyfseðla þína og barna þinna, 15 ára og yngri. Þú þarft að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

Já, í Netapóteki Lyfjavers getur þú skoðað rafræna lyfseðla barna þinna, 15 ára og yngri. Þú þarft að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

Í Netapóteki Lyfjavers hefur þú gott mjög gott yfirlit yfir möguleg samheitalyf og getur þú valið þann möguleika sem þér hentar.

Já, Við afgreiðslu lyfja í Netapótek Lyfjavers tekur mið af greiðslustöðu þinni hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og reiknar út rétt verð á þínum lyfjum. Þú getur skoðað þrepastöðu þína hjá SÍ en greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er ákvörðuð út frá því í hvaða þrepi þú ert.

Já, kælilyf eru send heim í kæliumbúðum.

Já, Lyfjaver sendir lyf um allt land. Pósturinn sér um sendingar á landsbyggðinni en hægt er að velja um heimsendingu með Lyfjavers skutlunni eða Póstinum á höfuðborgarsvæðinu.

Greitt er fyrir pantanir með greiðslukorti. Tekið er við helstu kredit- og debitkortum. Ekki er hægt að greiða fyrir pantanir við afhendingu.

Netapótekið fær upplýsingar um birgðastöðu og eiga vörur sem sjást í netapótekinu að vera til á lager hjá Lyfjaveri. Tekin er heimild af korti fyrir heildarupphæð pöntunar. Ekki er tekið af korti fyrr en tiltekt pöntunar er lokið hjá Lyfjaveri. Ef ekki er hægt að afgreiða einhverja af vörum í pöntun er kortafærsla lækkuð sem því nemur og ekki er þörf á að gefa inneign hjá Lyfjaveri.