Lyfjaskömmtun hentar þeim sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og fær notandi þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur er sérmerktur. Þar koma m.a. fram upplýsingar um lyfin, hver á að taka þau, hvaða læknir ávísar, dagsetning og inntökutími. Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn og er lyfjarúlla send heim um land allt. Einnig má sækja lyfjarúllu í apótek Lyfjavers að Suðurlandsbraut 22. Hægt er að fá önnur lyf úr apótekinu send heim með lyfjarúllu.
Sendu okkur línu