• Heim
  • /
  • Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun Lyfjavers hefur hjálpað þúsundum Íslendinga að koma reglu á lyfjamál sín

Lyfjaskömmtun Lyfjavers hefur hjálpað þúsundum Íslendinga að koma reglu á lyfjamál sín. Auðvelt er að sjá hvort lyfin hafa verið tekin samkvæmt fyrirmælum eða hvort gleymst hefur að taka skammt. Hvort sem viðkomandi býr í heimahúsi eða dvelur á heilbrigðisstofnun þá er lyfjaskömmtun einföld, örugg og þægileg.

Lyfjaskömmtun hentar þeim sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og fær notandi þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur er sérmerktur. Þar koma m.a. fram upplýsingar um lyfin, hver á að taka þau, hvaða læknir ávísar, dagsetning og inntökutími. Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn og er lyfjarúlla send heim um land allt. Einnig má sækja lyfjarúllu í apótek Lyfjavers að Suðurlandsbraut 22. Hægt er að fá önnur lyf úr apótekinu send heim með lyfjarúllu.

Skoðaðu bæklinginn nánar hér.

Það er auðvelt að byrja í lyfjaskömmtun. Eitt símtal í 533 6100 og þú ert í öruggum höndum fagfólks hjá Lyfjaveri.

Greiðslufyrirkomulag getur verið með þrennum hætti. Lyfjaskömmtun er staðgreidd þegar hún er sótt. Sé um heimsendingu að ræða er ódýrt og þægilegt að greiða heimsend lyf með boðgreiðslum af kreditkorti. Einnig er boðið upp á beingreiðslur af bankareikningi/debetkorti eða að fá sendan greiðsluseðil.

Allar nánari upplýsingar um lyfjaskömmtun er hægt að fá á virkum dögum frá klukkan 08:30- 16:00 í síma 533 6100.

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon