- Homepage
- /
- Spurt og svarað – Lyfjaskömmtun
Spurt og svarað
Lyfjaskömmtun
Þeir sem sækja skömmtuð lyf í Lyfjaver greiða fyrir sótt lyf á staðnum. Heimsend lyf er ódýrast og þægilegast að greiða með kreditkorti (boðgreiðsla). Einnig má skuldfæra af debetkorti (beingreiðsla) og svo er hægt að fá sendan greiðsluseðil.
Með því að sýna aðhald og halda kostnaði í lágmarki höfum við hjá Lyfjaveri getað boðið þessa þjónustu á mjög hagstæðu verði. Lyfjaskömmtun þýðir nær undantekningarlaust lægri lyfjakostnað þar sem viðskiptavinir greiða einungis fyrir þau lyf sem eru í lyfjaskammtinum og þurfa því ekki að kaupa heilar pakkningar sem oft þarf að farga ef breytingar verða á ávísuðum lyfjum. Skömmtunargjald er 1.700 krónur fyrir 4ra vikna lyfjarúllu en 850 krónur fyrir 2ja vikna rúllu. Kjósi fólk að fá lyfin send heim er heimsendingargjald 1.290 krónur.
Lyfjaver hefur frá stofnun verið leiðandi í lágu lyfjaverði eins og fjölmargar verðkannanir síðustu ára hafa sýnt. Allt frá árinu 2005 hefur Lyfjaver t.d. oftast verið með lægsta verð í verðkönnunum ASÍ. Þetta gerir lyfjaskömmtun hjá Lyfjaveri að sérlega hagkvæmum kosti fyrir viðskiptavini því þeir greiða einungis fyrir þau lyf sem eru skömmtuð hverju sinni en ekki fyrir heilar pakkningar og að auki eru lyfin hjá Lyfjaveri á mjög hagstæðu verði.
Algengustu ástæðurnar fyrir því að reikningur er hærri en venjulega þó engu hafi verið breytt varðandi lyfjaskömmtunina eru:
- Fyrsta þrep hjá Sjúkratryggingum: Einu sinni á ári hefst nýtt 12 mánaða greiðslutímabil hjá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrsta greiðsluþrep lyfjakaupa greiðir einstaklingur að fullu og Sjúkratryggingar taka þá ekki þátt í lyfjakostnaðinum. Nánari upplýsingar um greiðsluþrep Sjúkratrygginga er að finna á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands https://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/greidsluthrep/
Hægt er að sjá þrepastöðu hjá SÍ á mínum síðum hér í Netapótekinu með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. - Það eru tvær lyfjarúllur á reikningnum: Algengasta stærð á lyfjarúllu eru 28 dagar. Þetta þýðir að á 365 daga tímabili myndast 13 lyfjarúllur. Af þessari ástæðu koma tvær rúllur á mánaðarlegan reikning, einu sinni á ár
Lyf og aðrar vörur eru afhentar gegn staðgreiðslu eftir þeim reglum sem um slíka afhendingu gilda. Viðskiptavinir í skömmtun og heimsendingu leggja inn greiðslukortaupplýsingar hjá Lyfjaveri og fá vörur afhentar í reikning. Sendlar á vegum Lyfjavers taka ekki við greiðslum frá viðskiptavinum og ferðast aldrei með peninga á sér.
Ýmsar upplýsingar er að finna á heimasíðu Lyfjavers. Einnig er hægt að hafa samband við lyfjafræðinga Lyfjavers sem veita allar frekari upplýsingar. Á heimasíðu Lyfjastofnunar http://serlyfjaskra.is er einnig að finna upplýsingar um skráð lyf Íslandi.
Hjá Lyfjaveri þarf sjúklingurinn ekki að verða fyrir neinum óþægindum þótt gerðar séu breytingar á lyfjagjöfinni. Ef það reynist nauðsynlegt að breyta lyfjaskammti hefur læknirinn samband við Lyfjaver og tilkynnir um breytingarnar sem koma inn við næstu lyfjaskömmtun. Ef nauðsynlegt reynist að breyta lyfjagjöfinni strax er metið hvort hægt sé að skammta aukarúllu sem tekin er samhliða aðalrúllu eða hvort þurfi að útbúa nýja rúllu.
Að öllu jöfnu líða 1-2 dagar frá því við hjá Lyfjaveri tökum við lyfseðli með ósk um lyfjaskömmtun þar til fyrsti skammtur er tilbúinn en við leysum málin samdægurs sé þess óskað.
Einn af kostunum við skömmtunarlyfseðil er að hann hefur lengri líftíma en venjulegir lyfseðlar. Skömmtunarlyfseðill gildir í allt að 12 mánuði fyrir öll lyf á meðan hefðbundnir seðlar gilda mun skemur. Þetta þýðir tímasparnað, minna umstang og lægri lyfjakostnað fyrir þá sem eru með skömmtunarlyfseðla.
Þeir sem vilja komast í lyfjaskömmtun hjá Lyfjaveri hafa samband í síma 533 6100 og fá allar frekari upplýsingar. Síðan er gangurinn sá að láta þarf lækni sem ávísar lyfjunum vita. Læknirinn skrifar þá út sérstaka skömmtunarlyfseðla. Þægilegast er ef læknirinn sendir lyfseðlana rafrænt beint til Lyfjavers. Síðan er gott að hringja í lyfjafræðing hjá Lyfjaveri eða koma í heimsókn á Suðurlandsbraut 22 og fara yfir málin. Lyfjafræðingar veita þá allar frekari upplýsingar ef eitthvað er óljóst.
Passa þarf að fá fjölnota lyfseðla fyrir óskömmtuð lyf.
Þegar fyrsti lyfjaskammtur er afgreiddur til sjúklings fylgir skömmtunarkort með helstu upplýsingum um hvaða lyf eru í skömmtun, hvenær skömmtunin hefst, hvernig á að taka lyfin og hvað lyfseðlar gilda lengi. Skömmtunarkortið geymir sjúklingurinn hjá sér og getur því með auðveldum hætti áttað sig á stöðunni hverju sinni. Nýtt skömmtunarkort fylgir svo skömmtun ef breyting hefur orðið á lyfjunum, annars ekki.
Hver lyfjaskömmtun er til 2ja eða 4ra vikna. Ef engar upplýsingar berast Lyfjaveri um breytingar þá sér Lyfjaver um að útbúa nýjan skammt áður en síðasti skammtur klárast. Hægt er að velja á milli þess að sækja lyfin í Lyfjaver eða fá heimsend lyf gegn vægu heimsendingargjaldi.
Lyf sem tekin eru fyrir utan skömmtunina þarf sjúklingurinn af sjá um sjálfur. Hægt er að hafa samband við Lyfjaver og óska eftir að fá slík lyf heimsend eða afgreidd með skömmtuninni sé lyfseðill til staðar hjá Lyfjaveri.