Á næstu dögum mun Lyfjaver opna aðgang að Netapóteki Lyfjavers. Fyrst um sinn verður aðgangur opnaður fyrir alla áhugasama að prófunarsíðu sem er á lokametrum þróunar. Í ljósi aðstæðna viljum við flýta opnun og vonum að viðskiptavinir sýni því skilning ef einhverjir hnökrar koma upp á upphafsdögum Netapóteksins. Með Netapóteki Lyfjavers ert þú komin/n með […]
Kæru viðskiptavinir!Vegna COVID–19 er mikilvægt að vera samstíga og fara eftir tilmælum yfirvalda um sóttvarnir. Takmarka skal snertingu og halda tveggja metra fjarlægð milli manna. Við viljum benda á að hægt er að panta lyfin á undan sér, panta HÉR senda okkur tölvupóst, eða hringja, lyfin verða þá tilbúin þegar þú kemur og sækir. Heimsending er einni […]
Lyfjastofnun vill að gefnu tilefni árétta að frá og með 10. mars 2020 er einungis heimilt að afhenda lyfseðilsskyld lyf til þess aðila sem lyfjunum er ávísað á, eða til þeirra sem hafa ótvírætt umboð hans til að fá lyfin afhent. Foreldrar geta sótt lyf fyrir börn sín án umboðs upp að 16 ára aldri. […]
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2016/161 um öryggisþætti á umbúðum lyfja fyrir menn, kemur til framvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu á morgun, 9. febrúar. Fyrsti hluti á nýju kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga verður tekið í gagnið hér á landi. Þar með […]
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samning við Lyfjaver um lyfjafræðilega þjónustu fyrir stofnunina til næstu tveggja ára. Undanfari þessa samnings var verðkönnun þar sem Lyfjaver var með hagstæðasta tilboðið bæði út frá verði á lyfjum og þjónustu, auk þess að uppfylla best kröfur HSU um aukna skilvirkni og gæði í ferlum við innkaup og eftirlit. Herdís […]
Vegna framkvæmda við Vegmúla og Suðurlandsbraut hefur innkeyrslu við og frá Suðurlandsbraut 26 (við Heimilistæki) í átt að Vegmúla verið tímabundið lokað. Við ráðleggjum viðskiptavinum Lyfjavers að aka inn úr vesturátt frá horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1.júlí 2018. Frá þeim degi verða lyf einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn framvísun persónuskilríkja skv 18.gr reglugerðarinnar. V.KAFLI Afhending lyfja. 18.gr. Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans, eiganda dýrs eða umráðamanni þess gegn framvísun persónuskilríkja og skal skrá með rekjanlegum hætti kennitölu […]
Föstudaginn 8. júní fengu Öldrunarheimili Akureyrar afhent aðalverðlaun á ráðstefnu þar sem fjallað var um Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018. Ráðstefnan er samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni sem bar yfirskriftinni „Betri opinber þjónusta með öflugu […]
VERÐDÆMI: Nicotinell Fruit tyggjó 2mg 204stk, 3.294.- Nicotinell Mint tyggjó 2mg 204stk. 4.378.- Nicorette Fruitmint tyggjó 2mg 210stk. 3.445.- Nicorette Microtab Classic tungurótartöflur 2mg 90stk. 2.416.- Nicorette nefúði 10mg/ml 10ml. 4.176.- Nicorette QuicMist munnhúði 1mg/ sk 300 skammtar 6.108.- Verið velkomin(n) til okkar á Suðurlandsbraut 22 Fylgið okkur á Facebook og Instagram #Lyfjaver
Við óskum samstarfsaðilum okkar á Hlíð á Akureyri til hamingju með tilnefningu til evrópskra verðlauna fyrir samfélagslega ábyrgð og frumkvöðlastarfsemi. Þau eru vel að þessu komin enda einkennist starfið á Hlíð af mikilli framsýni og metnaði. Það er Lyfjaveri sönn ánægja að vera aðili að þessu samstarfi. Sjá frétt hér..
Miðvikudaginn 21. desember milli klukkan 14:00 – 15:00 munu höfundar „Kransæðabókarinnar“ þeir Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson, árita bókina hér í Lyfjaveri. Verið velkomin til okkar að Suðurlandsbraut 22. Það verður heitt á könnunni og allir í jólaskapi.
Lyfjaver og Öldrunarheimili Akureyrar hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefni sem snýr að þróun rafrænna lausna fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili. Tilgangurinn er að stórbæta lyfjaumsýslu og er verkefnið unnið í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Þulu – Norrænt hugvit, á Akureyri. Á síðasta ári fékkst styrkur frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar um þróun hugbúnaðar til birgðahalds sem ofangreindir aðilar […]
Það vita ekki allir af því að heilsuvera.is er vefsvæði þar sem notendur geta t.d. flett upp hvaða lyfseðla þeir eiga í lyfseðlagáttinni. Vefurinn býður upp á ýmsa möguleika. Þar er t.d. einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum í gegnum vefinn án þess að þurfa að hringja inn eða koma á […]
Hér á síðunni okkar undir liðnum „um okkur“ er að finna laus störf hjá Lyfjaveri. Langar þig að vinna í góðum hópi skemmtilegra starfsmanna? Þá skaltu skoða hvort þetta eru störf sem henta þér.
ASÍ gerði verðkönnun á lausasölulyfjum 3 .nóvember 2014. Skv.könnuninni var lægsta verðið oftast hjá Lyfjaveri. það er stefna Lyfjavers að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á hagstæðu verði, góða þjónustu og ekki síst að eiga þau lyf til á lager sem viðskiptavinir óska. Könnun ASÍ er að finna hér Verðkönnun ASÍ 4.nóvember 2014
Í verðkönnun ASÍ sem gerð var 11.mars 2014 var Lyfjaver í flestum tilfellum ódýrast. Einnig er rétt að benda á að einungis tvö apótek í könnuninni eiga öll lyf á lager sem spurt er um og er Lyfjaver annað þeirra. Þetta er í takt við stefnu Lyfjavers að bjóða á hverjum tíma hagstæðasta verð og […]
Lyfjaver óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á liðnum árum. Við byrjum árið á því að bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nicotinell plástrum og munnsogstöflum. Það á án efa eftir að hjálpa mörgum við að efna áramótaheitin.
Lagið Þjakaði jólasveinninn – 1008 – Lyfjaver Hægt er að heita á lagið með greiðslu af greiðsludkorti á heimasíðunni gedveikjol.is eða senda SMS skilaboð: 1008 í síma 900 9501. Allur ágóði af söfnuninni rennur til góðra málefna, Félagasamtökin Hugarafl, Hlutverkasetur og Vin
Lyfjaver tekur þátt í verkefninu „Geðveik jól 2013“ og er undirbúningur í fullum gangi eins og sjá má á þessu myndbandi: Jólaundirbúningurinn hjá Lyfjaveri
Viltu slást í hópinn með okkur? Nú leitum við að starfsmanni í vélskömmtun lyfja. Kíktu á starfslýsingu og hæfniskröfur undir „um okkur-störf í boði“ hér á síðunni okkar. Kannski ert þú einmitt sá sem við leitum að.