Til baka

Amino liðir 120 hylki

Aminó liðir styður við vernd liða , beina og brjósks. Unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Inniheldur einnig mangan og nauðsynleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva.

4.048 kr.

4.048 kr.

vnr: 88027655

Amino liðir inniheldur Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate. Kollagenið í Cucumaria frondosa extrakti er talið heilsusamlegra en annað kollagen þar sem það inniheldur hærra hlutfall af mikilvægum amínósýrum, þá sérstaklega tryptophan. Þar að auki er skrápurinn mjög næringarríkur og inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði og járni. Sæbjúgu eru oft kölluð Ginseng hafsins vegna þess að þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Túrmerik er ákaflega ríkt af jurtanæringarefninu curcumin.

 

2-3 hylki tvisvar á dag.