Betulic 100 stk
3.666 kr.
3.666 kr.
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 – 1960 mg. af Birkilaufi.
Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
Birki sem lækningajurt
Birki hefur um aldir verið notað sem lækningajurt. Í bók Arnbjargar L. Jóhannsdóttur Íslenskar lækningajurtir er fjallað um lækningamátt birkisins. Þar kemur fram að í birkinu eru ýmis virk efni s.s. „sápungar, ilmolíur sem innihalda m.a. betúlín, kvoðungar, flavonar, barkasýrur og bitur efni. Áhrifin: Þvagdrífandi, bólgueyðandi, svitadrífandi, örvar lifrina og hreinsar blóðið. Notkun: Birki er mest notað við alls konar gigt, einkum ef nýrun starfa ekki eðlilega. Það er því mjög styrkjandi fyrir nýrun, hvort sem sýking hrjáir þau eða aðrir kvillar.
Birkið er sérstaklega gott með öðrum jurtum, sem vinna beint á gigtinni, s.s. mjaðurt og horblöðku. Birki er einnig gott að nota gegn alls konar exemi. Birki er blóðþrýstingslækkandi og bjúgeyðandi.
2-4 töflur á dag
Birch leaf extract, Disintegrant silicon dioxide, Emulsifier magnesium salts of fatty acids.
98% birkilaufsduft