Til baka

D-Lux 3000 + K2 12 ml

D- og K2 vítamín vinna mjög vel saman og tryggja að kalkið komist úr blóðinu og á rétta staði í líkamanum svo sem í bein og tennur. Mánaðarskammtur (ca. 90 skammtar).

1.997 kr.

vnr: 88031853

Hver einasta fruma líkamans þarf D-vítamín og það er jafnframt eina vítamínið sem við þurfum að fá á bætiefnaformi alla ævi. Skortur á D-vítamíni getur m.a. komið fram í lélegri beinheilsu og skemmdum tönnum því það sér um að frásogun á kalki. Samvirkni D og K2 vítamíns tryggja að kalkið frásogist úr blóðinu og skili sér til beinanna þar sem það bætir beinþéttnina. Ef við fáum ekki nægilegt magn af K2 vítamíni, aukast líkur á æðakölkun sem eykur að sama skapi líkur á hjartasjúkdómum.

 

  • 3 úðar á dag gefa 3000 a.e. af D vítamíni og 75μg of K2 (100% af RDS)
  • Ákjósanlegur kostur fyrir bætta beinheilsu
  • K2 styður við eðlilega blóðstorknun
  • Betri upptaka en með töflum er tryggð
  • Náttúrulegt piparmintubragð
  • Hámarksupptaka þegar úðað er út í kinn.

Skv. Landlæknisembættinu eru efri mörk ráðlagðrar neyslu 100 μg á dag (4000 AE) fyrir fullorðna, 50 μg (2000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 μg (1000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri.