Til baka

Fungoral

20 mg/ml - 120 ml - Sápa

Fungoral er hársápa sem er notuð við flösu. Læknir getur einnig ávísað lyfinu við flösuhúðbólgu í hársverði. Flasa orsakast af sveppinum Malassezia sem er venjulega til staðar í hársverðinum. Yfirleitt veldur hann engum óþægindum en stundum getur húðin orðið fyrir...

2.301 kr.

vnr: 452022

Fungoral er hársápa sem er notuð við flösu. Læknir getur einnig ávísað lyfinu við flösuhúðbólgu í hársverði. Flasa orsakast af sveppinum Malassezia sem er venjulega til staðar í hársverðinum. Yfirleitt veldur hann engum óþægindum en stundum getur húðin orðið fyrir áhrifum. Þá myndast flasa og einkenni eins og kláði og flögnun koma fram.

Flasa: Bleytið hárið og hársvörðinn og nuddið hársápunni vandlega í hársvörðinn. Látið 3-5 mínútur líða áður en hársápan er skoluð úr. Venjulega nægja um 5 ml (ein teskeið) af hársápunni. Þvo má hárið með þeirri hársápu sem venjulega er notuð, hvort sem er fyrir eða eftir meðferð. Notið Fungoral hársápuna tvisvar sinnum í viku fyrstu 2-4 vikurnar til að slá á einkennin. Síðan má nota Fungoral einu sinni í viku eða eftir þörfum til að koma í veg fyrir að einkenni komi fram að nýju.

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking