Guli Miðinn Steinefnablanda 60 töflur
780 kr.
Steinefnablandan í Gula miðanum hét áður Múlti míneral en nú er það á gömlu góðu íslenskunni, svo enginn sé í vafa um hvað hér er á ferðinnin.
Þetta er náttúruleg steinefnablanda, sérstaklega samsett með þarfir íslendinga í huga. Steinefni eru nauðsynlegur þáttur í næringu okkar. Þau eru ómissandi fyrir beinin, tennurnar, vöðvana, blóðið og taugafrumur. Steinefni eru samvirk með ensímum í mörgum lífefnafræðilegum og lífeðlisfræðilegum ferlum líkamans, þar með talið flutning súrefnis til frumna og sum þeirra eru mikilvæg við framleiðslu hormóna.
Þeir sem hreyfa sig og svitna mikið þurfa oft að taka inn auka steinefni því þau tapast með svita. Einnig þarf fólk sem borðar mikið unna matvöru og lítið af grænmeti og heilfæði að huga sérstaklega að inntöku steinefna því þau er helst að finna í óunnu jurtafæði.
Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti, soja.
Notkun:
1-2 töflur á dag með mat.
Innihald í 1 töflu:
Kalk (karbónat) 250mg, járn (ferrous fumarate) 10mg, fosfór (dicalcium phosphate) 100mg, magnesíum (oxíð) 100mg, sink (gluconate) 3,5mg, selen (sodium selenate) 50mcg, kopar (gluconate) 0,5mg, mangan (gluconate) 0,75mg, króm (pikolinat) 50mcg, kalíum (chloride) 75mg, kísill (kísil díoxíð) 7,5mg.
Önnur innihaldsefni:
Microcrystalline cellulose, croscarmellose sodium, stearic acid, pharmaceutical glaze, magnesium stearate, talkúm.