Mometasone Actavis
50 mcg/sk - 140 skammtar - Nefúði
1.396 kr.
Vara væntanleg
Mometasone Actavis nefúði inniheldur virka efnið mómetasónfúróat og tilheyrir flokki lyfja sem nefnast barksterar (kortikósterar). Mometasone Actavis er notað við einkennum ofnæmiskvefs: frjókornaofnæmi (þ.e. árstíðabundinni ofnæmisbólgu í nefslímhúð) og við stöðugri bólgu í nefslímhúð (ofnæmi fyrir t.d. maurum og loðdýrum) hjá fullorðnum 18 ára og eldri. Mometasone Actavis minnkar þrota og ertingu í nefinu og dregur þannig úr hnerra, kláða og nefstíflu eða nefrennsli vegna frjókornaofnæmis eða stöðugrar bólgu í nefslímhúð.
Skammtur fyrir fullorðna, 18 ára og eldri er 2 úðar í hvora nös 1 sinni á sólarhring. Þegar góð áhrif hafa náðst má minnka skammtinn í 1 úða í hvora nös 1 sinni á sólarhring. Ekki nota stærri skammta.
Hjá sumum sjúklingum getur Momatsone Actavis byrjað að draga úr einkennum 12 klukkustundum eftir fyrsta skammtinn. Það geta þó liðið allt að tveir sólarhringar þar til full áhrif af meðferðinni nást. Ef þú hefur áður fengið slæm einkenni frjókornaofnæmis getur þurft að hefja meðferðina nokkrum dögum áður en frjókornatímabilið hefst. Ef engin áhrif hafa komið fram innan 14 daga skal hafa samband við lækninn. Ekki nota Mometasone Actavis í meira en 3 mánuði án samráðs við lækni. Athugið að Mometasone Actavis skal aðeins gefa börnum samkvæmt ávísun frá lækni. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Frekari upplýsingar
Form | |
---|---|
Styrkur | |
Magn | |
Heiti Innihaldsefnis | |
Merking |