Membrasin Vision augnúði 17ml
3.190 kr.
Augnþurrkur er algengt vandamál og nauðsyn að meðhöndla sem fyrst til að varna því að einkenni verði mjög slæm. Membrasin Vision augnúðinn inniheldur einstök innihaldsefni sem styrkja fitulag tárafilmunnar og styðja við vatnsbindigetu tárvökvans. Innihaldsefnin eru það sem kallað er „medical grade“ enda er augnúðinn flokkaður sem lækningatæki með sannaða virkni. Rannsóknir hafa sýnt að augnúðinn dregur úr augnþurrki. Skemmtileg aukaverkun af úðanum er að hann mýkir einnig og nærir húðina í kringum augun.