Moviprep
4 pokar - Mixtúruduft
4.802 kr.
Moviprep er hægðalyf með sítrónubragði sem er pakkað í fjóra skammtapoka. Það eru tveir stærri skammtapokar (‘skammtapoki A’) og tveir minni skammtapokar (‘skammtapoki B’). Þú þarft að nota alla þessa poka fyrir eina meðferð. Moviprep er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til að hreinsa ristilinn svo hann sé tilbúinn fyrir skoðun. Moviprep verkar þannig að það tæmir innihald ristilsins, svo þú skalt reikna með vatnskenndum hægðum.
Ráðlagður skammtur er 2 lítrar af lausn, sem er gerð á eftirfarandi hátt: Þessi pakkning inniheldur 2 glæra poka og hvor poki inniheldur eitt par af skammtapokum: skammtapoka A og skammtapoka B. Innihald hvers pars af skammtapokum (A og B) skal leysa saman upp í vatni svo úr verði einn lítri af lausn. Þessi pakkning dugar þess vegna til að búa til tvo lítra af Moviprep lausn. Vinsamlegast lesið fylgiseðil fyrir nánari leiðbeiningar.
Frekari upplýsingar
Form | |
---|---|
Magn | |
Heiti Innihaldsefnis | |
Merking |
Get ég aðstoðað?