Paracet
60 mg - 10 stk - Endaþarmsstíll
1.604 kr.
Paracet er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paracet inniheldur virka efnið parasetamól sem hefur verkjastillandi áhrif, sennilega vegna þess að það vinnur gegn myndun efna (prostaglandína) sem orsaka verki. Auk þess getur parasetamól tengst sumum sterkum vefjaertandi efnum og gert þau óskaðleg. Hitalækkandi áhrifin koma fram vegna áhrifa á hitastillandi stöðvar í heilanum.
Paracet má ekki nota samfellt lengur en í 48 tíma fyrir börn nema það sé ráðlagt af lækni. Notið ekki stærri skammta en ráðlagt er þar sem það getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum. Skammturinn fer eftir þyngd barnsins.
Hafa skal samband við lækni ef um háan hita er að ræða. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 2 daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Frekari upplýsingar
Form | |
---|---|
Styrkur | |
Magn | |
Heiti Innihaldsefnis | |
Merking |
Get ég aðstoðað?