SureSign Early detect þungunarpróf
1.903 kr.
Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi með 99% nákvæmni. Niðurstöður fást á um 3 mínútum. Einfalt í notkun og aflestri. Hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu. Það er möguleiki að taka prófið allt að 5 dögum áður en blæðingar eiga að hefjast. Niðurstöður eru áreiðanlegri ef prófið er notað frá og með þeim degi sem áætlaðar blæðingar hafa fallið niður. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
1. Takið prófið úr innsigluðu umbúðunum.
2. Fjarlægið hlífina af prófstautnum.
3. Snúið prófinu þannig að gluggarnir vísi upp.
4. a) Pissið í hreint þvagprufuglas, haldið síðan prófinu uppréttu og dýfið prófendanum í þvagið í að minnsta kosti 10 sekúndur.
b) Haldið prófinu með þumla gripi þannig að prófendinn snúi beint í þvagbununa í að minnsta kosti 2-3 sekúndur. ATH. Best er að nota miðbunuþvag.
5. Setjið hlífina aftur á og leggið prófið á slétt yfirborð þannig að gluggarnir vísi upp.
6. Bíðið í 3 mínútur eftir niðurstöðum.
7. Niðurstöður geta verið ónákvæmar eftir meira en 15 mínútur.