Til baka

SureSign Þungunarpróf strimlar 2stk

Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi og þar með hvort þungun hafi átt sér stað með 99% nákvæmni. Niðurstöður fást á um 3 mínútum. Einfalt í notkun og aflestri. Hentugt þar sem hægt er að taka prófið á...

595 kr.

vnr: 88018411

Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi og þar með hvort þungun hafi átt sér stað með 99% nákvæmni. Niðurstöður fást á um 3 mínútum. Einfalt í notkun og aflestri. Hentugt þar sem hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

1. Látið þungunarprófið og þvagsýnið ná stofuhita áður en umbúðir þungunarprófsins eru opnaðar.
2. Haldið um bláa endann á strimlinum og dýfið honum í þvagsýnið í um 5 sek.
3. Leggið strimilinn á flatt yfirborð í lárétta stöðu og bíðið þar til rauðu línurnar birtast. Gætið þess að þvag fari ekki yfir MAX línuna. Byrjið að taka tímann.
4. Lesið niðurstöðurnar að 5 mínútum liðnum. Mikilvægt er að lesa í niðurstöður innan 15 mínútna, eftir þann tíma eru þær ómarktækar.